Hannes hólmsteinn á 350 fm. höll í ríó: fagnar 67 ára afmæli - aldrei liðið betur - sjáðu myndirnar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson á 350 fermetra íbúð á tveimur hæðum á Avenida Barato Ribeira í Copacabana.

Þetta kemur fram á heimasíðu Eiríks Jónssonar en Hannes bauð Guðjóni Guðmundssyni, blaðamanni, sem staddur er á ferð um Rio de Janeiro í Brasilíu í drykk og léttan kvöldverð.

„Hannes Hólmsteinn Gissurarson bauð í drykk í stórglæsilegri íbúð sinni á Avenida Barato Ribeira í Copacabana. Það gerir hann gjarnan ef hann veit af Íslendingum í borginni,“ segir Guðjón.

Guðjón heldur áfram og segir að þrátt fyrir að afstaða hans og Hannesar til flestra mála sé eins ólík og hugsast geti að þá hafi þeir þó átt einstaklega skemmtilegt kvöld með Jóhönnu Ingvarsdóttur, fyrrverandi starfssystur Guðjóns af Morgunblaðinu.

„HHG er höfðingi heim að sækja. Hann á þarna 350 fermetra íbúð á tveimur efstu hæðunum á besta stað í bænum og 24 tíma varsla er við aðalinnganginn á jarðhæð. Þarna hefur fræðimaðurinn vetursetu og er nú að skrifa skýrslu um loftslagsmál sem kostuð er af ESB. Við enduðum svo í léttum kvöldverði áður en leiðir skildu.“

Hannes fagnaði í dag 67 ára afmæli og vera orðinn opinberlega ellilífeyrisþegi. Hann kveðst ekki ætla að hefja töku lífeyris fyrr en hann sé sjötugur. Hannes segir: 

Ég hef aldrei verið ánægðari með lífið en þessi misserin og vona aðeins, að ég haldi minni góðu heilsu og að hagir mínir raskist ekki að öðru leyti. Ég hef áður sagt, að þrjú verðmæti lífsins raðist svo, að fremst fari heilsan, síðan góðir fjölskylduhagir og loks sæmileg fjárráð, og kvarta ég ekki.