Halaveðrið mikla endurtekur sig

Illviðrið í vikunni var hreint ekki svo ósvipað ósvipað einu frægasta ofsaveðri Íslandssögunnar, Halaveðrinu svonefnda, sem gekk yfir landið í febrúar 1925. Þetta segir Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur en nýútkomin er bók hans um Halaveðrið:

„Þá voru ekki nákvæmar veðurmælingar eða vindmælingar en sama orð er notað yfir það og núna: Þetta var fárviðri sem skall á 7. febrúar 1925 og að mörgu leyti finnst mér þegar ég horfi á það sem er að gerast núna að margt sé líkt. Veðrið skellur tiltölulega fljótt á og stendur lengur heldur en svona hvellir gera venjulega,“

segir Steinar, sem rannsakað hefur fjölda sjóslysa hér við land. Hann er höfundur stórvirkisins Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum. Hann hefur undanfarið tekið saman upplýsingar um heildarfjölda þeirra látist hafa í sjóslysum á síðust öld:

„Ég hef eytt miklum tíma í að telja þetta saman og setti mér það að finna nöfn, aldur og heimilisföng á öllum sem farist hefðu í sjóslysum við Ísland á tuttugustu öld og það voru á fimmta þúsund Íslendinga sem fórust í sjóslysum á öldinni.“

Í Halaveðrinu mikla drukknuðu alls 74 sjómenn og fimm manns urðu úti. Steinar verður viðmælandi Björns Jóns Bragasonar í þættinum Sögu & samfélagi sem sýndur er kl. 21.30 í kvöld á Hringbraut.