Ætti sigurður ingi að segja af sér sem formaður framsóknarflokksins?

Fjölmiðlamaðurinn og sósíalistinn Gunnar Smári Egilsson veltir því fyrir sér hvort að Sigurður Ingi ætti ekki að segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins miðað við stöðu flokksins eftir klofningu.

Gunnar Smári skrifaði þessa vangaveltu á Facebook síðu sína og vísar hann þar í fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins ásamt stöðunni sem upp kom þegar Sigurður Ingi fór gegn Sigmundi Davíð í formannskjöri eftir Wintris-málið.

„Ekki bara vegna stöðu flokksins heldur líka vegna þess að það var framboð hans til formanns sem klauf flokkinn. Samanlagt fylgi þessara flokka er um 21% miðað við Gallup og MMR, Miðflokkurinn er með um 60% af því og Framsókn 40%.“

Í síðustu mælingu MMR mældist Miðflokkurinn með 12,9 prósent fylgi en Framsóknarflokkurinn 8,2 prósent og Gunnar Smári spyr hvort Framsóknarfólk ætli að sætta sig við það. Hann segir að það væri álíka og ef Sjálfstæðisfólk myndi sætta sig við 31-34% fylgi sem skiptist í 13% hjá Sjálfstæðisflokknum á móti 20% hjá Viðreisn.

„Bjarni Benediktsson ber ábyrgð á klofningi Sjálfstæðisflokksins, hann gerðist á hans formannsvakt, en honum hefur þó tekist að halda 2/3 hlutum af fylginu.“