Gunnar Bragi farinn í leyfi: Þorsteinn varðist fregna

Gunnar Bragi farinn í leyfi: Þorsteinn varðist fregna

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar og er farinn í leyfi frá þingstörfum í ótilgreindan tíma. Á vef Fréttablaðsins segir að hann hafi tilkynnt formönnum og þingflokksformönnum flokka um ákvörðun sína í dag.

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokks vildi ekki greina frá ástæðu þess að Gunnar Bragi stígur til hliðar. Segir Þorsteinn að það verði tilkynnt þegar varamaður tekur við af Gunnari.

Þá sagðist Þorsteinn að honum væri ekki kunnugt um hver ástæðan er að Gunnar Bragi hafi tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar tímabundið.

Nýjast