Guðmundur ingi undrast óttann við óveðrinu: „við erum að ala upp aumingja“

„Ég er ekki að skilja hvað er í gangi yfir þessu veðri hjá þjóðinni.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson sem undrast viðbrögð Íslendinga við veðrinu. Guðmundur tjáði sig í gærkvöldi á Facebook og beindist gagnrýni hans helst að höfuðborgarsvæðinu en mesta óveðrið átti sér stað á öðrum svæðum á landinu.

Guðmundur segir: „Þegar ég var ungur (sem er ekki svo langt síðan) þá rauk maður út að leika sér tímunum saman án þess að hafa svo mikið sem meters skyggni. Svo þegar maður varð unglingur fór maður í björgunarsveit svo maður gæti leikið sér aðeins meira. Enginn kippti sér upp við þetta.“

Nú er öllum vegum lokað, börnum kippt úr skólanum, viðvaranir gefnar út og Bónus lokað. Við erum að ala upp aumingja