Guðmundur er grunaður um morð: Mætti á skrifstofu DV og fundaði með Lilju - „Hann var hræddur“

Guðmundur er grunaður um morð: Mætti á skrifstofu DV og fundaði með Lilju - „Hann var hræddur“

Fyrir nokkrum mánuðum heim­sótti Guð­mundur Freyr Magnús­son, maðurinn sem grunaður er um hrotta­legt morð á sam­býlis­manni móður sinnar, rit­stjórnar­skrif­stofu DV. Lilja Katrín Gunnars­dóttir, rit­stjóri DV, átti einka­sam­tal við Guð­mund og í leiðara sínum í blaðinu í dag fjallar hún um sam­tal sitt við hann og þær á­hyggjur sem fólk glímir við þegar þau verða for­eldrar.

„Margt sem fór okkar á milli er trúnaðar­mál, eins og hinn grunaði fór fram á. Það mun ég virða. Honum var mikið niðri fyrir og hann var hræddur um líf sitt. Ætlaði að flýja land og reyna að skapa sér betra líf ein­hvers staðar annars staðar. Hann var, líkt og fólk sem fíkni­efnin gleypa, með sam­særis­kenningar á færi­bandi, svo margar að erfitt var að skilja á milli raun­veru­leika og vímu. Hann sló mig sem góður maður, sem ekki að­eins hafði orðið fíkninni að bráð heldur einnig þurft að þola meiri harm á sinni ævi en flestir. Hann var ein­lægur og kurteis. Hann skynjaði muninn á réttu og röngu og talaði svo ofur fal­lega um móður sína,“ segir Lilja.

Lilja segir for­eldra­hlut­verkið lík­lega það erfiðasta sem mann­fólkið glími við. Það þurfi að kenna barninu muninn á réttu og röngu, kenna því að sýna kurteisi og reyna að vekja þá sam­kennd sem býr innra með því. Þá taki við tíma­bil þar sem um­hyggja for­eldranna felst í því að taka ó­vin­sælar á­kvarðanir sem eru barninu fyrir bestu.

„Loks taka full­orðins­árin við og þá verða for­eldrar að sleppa takinu, leyfa „litla barninu“ sínu að fljúga og taka sínar eigin á­kvarðanir, gera sín eigin mis­tök. Eitt eiga öll þessi ævi­skeið sam­eigin­legt. Á­hyggjur for­eldra af börnunum sínum hverfa aldrei,“ segir Lilja.

Þurfa börn bara ást og umhyggju?

Hún segir for­eldra gjarnan eiga erfitt með að skerast ekki í leikinn og hafa vit fyrir börnunum sínum.

„„Eina sem börn þurfa er ást og um­hyggja,“ sagði góð ljós­móðir við mig þegar ég var ný­búin að eignast mitt fyrsta barn. Ég var ó­sofin og tauga­veikluð yfir öllu og engu. Hafði eytt þremur dögum í að spá hvort hvít­voðungurinn ætti að vera í sokkum eða ekki,“ segir Lilja og bætir því við að á­hyggjur hennar yfir því hvort barnið ætti að vera í sokkum hafi tekið yfir líf hennar enda hafi hún ekkert vitað um ung­barna­sokka.

„Þessi setning hennar bjargaði mér frá full­komnu þroti. Auð­vitað væri þetta ekkert flókið. Ást og um­hyggja – það er allt sem þarf, í sokkum eða án. Þegar ég lít til baka finnst mér það náttúru­lega stjarn­fræði­lega fá­rán­legt að eitt­hvað svo veiga­lítið sem tvær sokka­pjötlur hafi ollið mér þessu hugar­angri, en þessir frægu sokkar voru bara fyrstu af ótal á­lita­málum sem hafa haldið fyrir mér vöku í gegnum tíðina,“ segir hún.

Lilja segist reglu­lega velta því fyrir sér hvað gerist ef ást og um­hyggja sé ekki nóg og að sú spurning hafi leitað á hana þegar hún frétti af morðinu á Spáni.

„Málið er enn í rann­sókn en sá grunaði virðist hafa ráðist á sam­býlis­mann móður sinnar með þeim af­leiðingum að hann lést. Að sögn móðurinnar var það ör­væntingar­full leit sonarins að peningum fyrir „eitrinu“, fíkni­efnum, sem hel­tók hann,“ segir hún.

Guðmundur óttaðist um líf móður sinnar

Þegar Guð­mundur, sá sem grunaður er um morðið, heim­sótti rit­stjórnar­skrif­stofu DV segir Lilja hann hafa óttast um líf móður sinnar og að hann hafi ein­sett sér að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að vernda hana.

„Eftir langt sam­tal, til­finninga­þrungið og oft og tíðum ó­þægi­legt, kvöddumst við með virktum. Hann ætlaði að hafa sam­band aftur en svo hvarf hann út í tómið og ég sá hann aldrei meir. Nú sé ég hann ein­göngu á síðum fjöl­miðlanna, grunaðan um þennan hræði­lega glæp,“ segir hún.

Lilja segir ekkert geta af­sakað þann glæp sem Guð­mundur er sakaður um og að þrátt fyrir að fíknin eigi sínar skugga­hliðar þá sé það engin af­sökun.

„Það er lík­legast enginn sem skilur harm móður hins grunaða. Það er ó­mögu­legt fyrir for­eldri að setja sig í hennar spor. Ef ég missti næstum lífs­þróttinn út af einu sokka­pari þá get ég ekki gert mér í hugar­lund hvernig er hægt að vinna úr slíku á­falli, líkt og þessi til­tekna móðir er búin að upp­lifa, og halda á­fram með lífið,“ segir Lilja og sendir móður Guð­mundar sína sterkustu strauma í þeim erfið­leikum sem hún gengur nú í gegnum.

Nýjast