Gleðjum konurnar í lífi okkar á konudaginn

Konudagur er fyrsti dagur fornnorræna mánaðarins góu, sem er sunnudagurinn í átjándu viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Við höfum haldið uppá konudaginn í áratugi og er hann einn af þjóðlegum tyllidögum okkar. Sú hefð að menn gefi konum blóm í tilefni konudagsinns virðist hafa hafist um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þá tóku blómasalar að auglýsa konudagsblóm. Gaman er að geta þess að Þórður á Sæbóli í Kópavogi mun hafa verið upphafsmaður þess en fyrsta blaðaauglýsingin sem hefur fundist frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957.

Gleðjum konurnar í lífi okkar á konudaginn

Sunnudaginn 23. febrúar næstkomandi er konudagurinn og þá er tilefni til að gleðja konurnar í lífi okkar. Hægt er að gera það á margvíslegan hátt, bæði með fallegum gjöfum og upplifunum sem búa til góðar minningar. Til að mynda er fjöldi veitingastaða með ómótstæðileg sælkeratilboð í tilefni konudagsins og bjóða fram sælkeramáltíð í tilefni dagsins. Blómasalar eru í essinu sínu og töfra fram hina fegurstu blómvendi. Bakararnir leggja sig fram við að baka bollur og konudagskökuna sem bráðna í munni og fjölmargar verslanir og gallerí bjóða uppá falleg handverk, hönnunarvörur, vandaðar flíkur og hvaðeina sem hugurinn girnist í tilefni dagsins. Einnig er dásamleg tilfinning að geta komið konunni á óvart með spennandi upplifun, til dæmis heimsókn í næsta sveitarfélag, heimsókn í náttúrulaugar, morgunverð í rúmið, í ljúffengan dögurð, rómantískan kvöldverð heima eða óvissuferð út í náttúruna. Það eru margar leiðir færar til að gleðja og tjá ást sína á einlægan og eftirminnilegan hátt. Sjöfn Þórðar hefur tekið saman nokkrar frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að konudagsgjöfum og dekri. Hvað sem menn velja til að gleðja konurnar í lífinu sínu er það fyrst og fremst kærleikurinn sem skiptir máli. „Líf án kærleika er eins og ávaxtatré sem hvorki ber blóm né aldin.“ (Kahil Gibran)

Fallegt skart fyrir hana er gjöf sem gleður

\"\"

Tjáðu ást þína með skarti.  Fágaður og fallegur skartgripur með hjartnæmum skilaboðum er einstaklega falleg gjöf fyrir konuna sem gleður.  Í skartgripaversluninni SIGN í Hafnarfirði er hægt að fá fallegt skart fyrir konuna sem hrífur og segir meira enn nokkur orð. Skartið hjá SIGN er sveipað dulúð og fegurð sem hefur skýra skírskotun í fyrir land og þjóð.  Hjá SIGN er hægt að fá falleg hálsmenn, armbönd, hringi og eyrnalokka úr línunni Eldur og ís, línunni Styrk úr línunni Katla by Sign svo fátt sé nefnt. 

Bezta súrdeigsbrauðið bakað af ástríðu í rúmið

\"\"

Hverri langar ekki að fá morgunverðinn í rúmið að morgni konudags? Það hlýtur að vera draumur konunnar að fá nýbakað súrdeigsbrauð með uppáhalds meðlætinu frá The Coocoo´s Nest í morgunverð í tilefni dagsins.

Gefðu falleg blóm sem gleðja

\"\"

Í áratugi hefur það verið hefð að gefa konum blóm í tilefni konudagsins og lifir sú hefð góðu lífi enn í dag.  Fallegur blómvöndur á vel við á rómantískri stund.  Í Blómagalleríinu við Hagamel er nostrað við blómvendina og vendirnir settir saman af ástríðu og sköpun.

Hlý og vönduð flík er kærkomin í dag

\"\"

Vandaðar og fallegar flíkur eru ávallt á óskalistanum hjá konum.  Með því að gefa fallega og hlýja úlpu á þessum árstíma gleður konuhjartað og yljar.  Í tískuvöruversluninni Mathildu í Kringlunni má meðal annars finna þessa vönduðu og flottu úlpu úr nýjustu línu Polo Ralph Lauren sem hittir í mark.

Ferð á Súkkulaðibarinn til Kaju er súkkulaðiást

\"\"

Súkkulaði er ein leiðin til að tjá ást sína og ljúffengt súkkulaði gleður margar konur.  Það er auðvelt að mæla með ferð á Súkkulaðibarinn til Kaju, í Matarbúr Kaju upp á Akranesi.  Þar er hægt að fá ýmsar gerðir af heitu súkkulaði sem öll eru gerð úr lífrænu hráefni og hvert öðru betra.  Lagað á staðnum úr fersku og bezta hráefni sem völ er á.  Heillaðu konuna með heitu súkkulaði og ljúffengu bakkelsi hjá Kaju sem gleður bæði munn, maga og augu.

Óvissuferð í náttúrulaugar heillar

\"\"

Náttúrulaugarnar Krauma við Deildartunguhver í Reykholti bjóða uppá einstaka upplifun og dekur þar sem íslenska náttúruna býður uppá sitt bezta.  Þar er hægt að fara í eðal hjónadekurferðir þar sem slökun og vellíðan er í forgrunni. Í boði er aðgangur að sex laugum með mismunandi lögun og hitastigi, aðgangi að himnesku hvíldarherbergi og gufuböðum.  Laugardekur fyrir konuna á þessum degi er tilvalið.  Hægt er að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu Krauma:  https://krauma.is/is/ 

Rómantískur kvöldverður við kertaljós og huggulegheit yljar

\"\"

Rómantískur kvöldverður heima við kertaljós er ein leiðin til að gleðja hjarta konunnar. Að elda hennar uppáhalds máltíð, leggja fallega á borð og gera kvöldstundina eftirminnilega er ást. Margar konur kunna vel að meta að fá ljúffengan humar, grillaðan upp úr hvítlaukssmjöri og steinselju sem bráðnar í munni.  Matarástin er ávallt til staðar.

Handa henni eðalbaðvörur sem veita vellíðan

\"\"

Gjöf handa henni sem veitir vellíðan er tilvalin fyrir heimadekur. SPA of ICELAND er úrvals baðlína fyrir líkama og heimili og sameinar ávinning af íslensku sjávarsalti og veganlegum náttúrulegum innihaldsefnum. Vörurnar veita vellíðan, eru nærandi, rakagefandi og umbúðirnar fallegar.  Falleg baðvörulína handa henni sem gleður líkama og sál.