Fyrsta barn ársins kom í heiminn í reykja­­vík

Fyrsta barn ársins var drengur sem fæddist á fæðingar­deild Land­spítalans klukkan 02:19 í nótt. Fjögur börn fæddust á Land­spítalanum í nótt en annað barn ársins fæddist hins vegar í Björkinni klukkan 02:47 og var það stúlka.

Ekkert barn hefur enn fæðst á sjúkra­húsinu á Akra­nesi, Akur­eyri eða Sel­fossi á nýju ári. Ekkert barn fæddist þá á landinu í gærkvöldi.

Nýju lög varðandi greiðslur úr fæðingarorlofssjóði taka gildi í dag. Lögin fjalla einnig um lengingu fæðingarorlofs og fela í sér að saman­lagður réttur for­eldra barna, sem fæðast, eru ætt­leidd eða tekin í varan­legt fóstur frá og með 1. janúar 2020, lengist um einn mánuð eða úr níu mánuðum í tíu mánuði.

Nýbakaðir foreldrar barnanna fá því tíu mánaða fæðingar­or­lof. Fæðingarorlofið mun svo lengjast aftur 1. janúar 2021 um tvo mánuði og fer þá úr tíu mánuðum í tólf.

Greiðslurnar úr fæðingarorlofssjóði hækkuðu þá í dag. Lág­marks­greiðsla fyr­ir 25-49% starf hækk­ar úr 128.357 krónum í 132.850 krónur á meðan lág­marks­greiðsla fyr­ir 50-100% starf hækk­ar úr 177.893 krónum í 184.119 krónur.

Fæðing­ar­styrk­ur til for­eldra utan vinnu­markaðar eða í minna en 25% starfi hækk­ar úr 77.624 krónum í 80.341 krónur og styrkur til for­eldra í fullu námi hækk­ar úr 177.893 krónum í 184.119 krónur.