Esjan gæti skapað hættulegar fjallabylgjur: „við sáum þetta gerast í höfðatorgsbylnum“

„Við sáum þetta gerast í Höfðatorgsbylnum 2. nóv 2012.“

Þannig hefst frétt á blika.is. Blika er veðurspákerfi sem hannað er og rekið af starfsmönnum Veðurvaktarinnar þeim Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og Sveini Gauta Einarssyni verkfræðingi.

Þann 2. nóvember 2012 átti sér stað svokallað Höfðatorgsveður og einnig veturin 1966. Þetta gæti endurtekið sig í dag og þá líklegast að það eigi sér stað eftir klukkan 18 í dag. Esjan veitir oft skjól fyrir vondum veðrum en nú eru líkur á að á eins konar fjallabylgja brotni frá Esjunni. Á Blika.is segir:

„Alla jafna skýlir Esjan fyrir N-áttinni, aðeins strengurinn þekkti niður hjá veðurstöðinni Kjalarnes við utanverðan Kollafjörð.  En þegar vindhraði í N-áttinn í fjallahæð fyrir yfir ákveðinn þröskuld sem gerist frekar sjaldan, skapar fjallið bylgjur í lofti sem brotna við strönd Seltjarnarness, einkum frá Gömlu Höfninni og inn fyrir Gufunes í Mosfellsbæ.

Vindhraða í hæð á morgun er spáð um og yfir 40 m/s.  Veðurkort sem reikna ókyrrð í lægri lögum sýna greinilegt slíkt bylgjubrot annað kvöld, eða um og eftir kl. 18.  Síðast þá mældist meðalvindur á Skarfagarði gengt Viðey 30,6 m/s.  Það er lang mesti vindur sem þar hefur mælst á mæli Faxaflóahafna allt frá 2007.“