Illugi ósáttur: Gleymdist að segja ykkur að þeir eru að koma aftur til Íslands - Hvað er fólk að raska ró ykkar með þessu

Illugi ósáttur: Gleymdist að segja ykkur að þeir eru að koma aftur til Íslands - Hvað er fólk að raska ró ykkar með þessu

Bandaríski herinn og NATO ætla að verja tæpum 14 milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum. Kostnaðarþátttaka Íslands er um 400 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Þar segir ennfremur að í morgun hafi verið auglýst verkefni á vegum Bandaríkjamanna í íslenskum dagblöðum. Kostnaðaráætlun þeirra verkefna hljóða upp á ríflega sex milljarða íslenskra króna. Verkefnin snúa flest að Keflavíkurflugvelli. Illugi Jökulsson gagnrýnir harðlega þessar fyrirætlanir og þá sérstaklega Vinstri græna.

Segir Illugi að her Donalds Trump sé á leiðinni. Bandaríski herinn sé að koma aftur. Illugi segir í skeyti sínu til VG: ,,Herinn hans Trumps, sko, hann er að koma aftur til Íslands, vissuði það? Þið eruð að vísu á móti ameríska hernum á Íslandi, er það ekki, en samt er hann að koma aftur. Gleymdist kannski að segja ykkur frá því? Ja, þið eruð náttúrlega voða mikið svona á ráðstefnum í útlöndum, svona að hafa það huggulegt, að segja eitthvað huggulegt, að vera hugguleg, þið eruð voða hugguleg, já, sannarlega eruði hugguleg, svo það er varla von þið megið vera að því að fylgjast með hvort hingað komi her, bara smá her, herinn hans Trumps, þið getið ekki verið að fylgjast með því, þið eruð að hafa það huggulegt, einn her, ein virkjun, ein stjórnarskrá, hvað er fólk að raska ró ykkar með þessu, þið eruð að tátla hrosshárið ykkar, svona hugguleg, að rækta sjálf ykkur, einn her, hvað kemur það ykkur við?

Nýjast