„Ég dreg hæfi hans í efa og allra ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í öll­um mál­um“

„Ég dreg hæfi hans í efa og allra ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í öll­um mál­um“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í Kastljósi í kvöld að hann efist um hæfi allra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann þegar hann var spurður út í hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja.

„Ég dreg hæfi hans í efa og allra ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, í öll­um mál­um,“ sagði Sigmundur en dró svo örlítið í land. „Eða, ekki öll­um al­veg, en flest­um. Í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og land­búnaðar­mál­um tel ég að það væri betra að hafa ann­an ráðherra, og það sama á reynd­ar við um aðra mála­flokka líka.“

Þegar Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, þáttastjórnandi, spurði hann frekar út í málið og hans skoðun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamála, lagði Sigmundur á það áherslu að aðalatriðið væri hvaða ákvarðanir ráðherrar taka.

„Ef ráðherr­ar þekkja til í ákveðnum mála­flokki þá þekkja þeir ein­hverja sem tengj­ast þeim mála­flokk­um. Aðal­atriðið þar er að mínu mati hvernig þeir halda á þeim mála­flokk­um og hvað ákv­arðanir þeir taka. Mér finnst þessi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra ekki hafa verið að taka í öll­um til­vik­um rétt­ar ákv­arðanir og kannski enn frek­ar í land­búnaðar­mál­un­um held­ur en í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um þó það sama megi segja um aðra ráðherra líka.“

Nýjast