Ebba guðný fékk kökk í hálsinn: „stingur í hjartað“

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, sem fyrir margt löngu varð landskunn fyrir sjónvarpsþætti sína og bækur þar sem hún kennir Íslendingum að matreiða girnilega og holla rétti, birtir stutta hugvekju á Facebook.

Þar greinir hún frá því að hún hafi lesið Fréttablaðið þar sem var að finna stutt viðtal við vinningshafa í Faceboo-leik Fréttablaðsins. Þar vann lesandi 50 þúsund króna inneign hjá Bónus. Vinningshafinn er öryrki og einstæð með tvö börn og segir hún að vinningurinn hafi bjargað jólunum.

Ebba Guðný tjáir sig um fréttina og segir:

„Ég var að lesa blaðið og rakst á grein um að einstæð móðir sagði að vinningurinn bjargaði jólunum hennar. Ég las áfram og sá þá að vinningurinn var 50Þ inneign í Bónus. Mér finnst það engin ósköp og þá er ég ekki að meina að Bónus eigi að gefa meira heldur fékk ég kökk í hálsinn að eingöngu lítil inneign í Bónus bjargaði jólum einhvers. Þó það sé gott í sjálfu sér. En ég held þið skiljið mig. Og það voru um 2000 manns sem reyndu að fá þennan vinning.“

Þá segir Ebba Guðný að lokum:

„Fátækt á Íslandi fer leynt og stingur í hjartað.“