Brynjar: „Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag“

Brynjar: „Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins finnur að því hvernig hinir og þessir séu orðnir sérfræðingar í fjölmiðlum:

„Hef talsverðar áhyggjur af því hvað frjálslega er notað orðið sérfræðingur. Menn verða gjarnan sérfræðingar í því efni sem meistararitgerð úr háskóla fjallar um. Fjölmiðlar taka viðtöl við slíka nemendur eins og um vísindalegan sannleik sé að ræða.“

Brynjar tekur dæmi af ísbjarnadrápi:

„Nýútskrifaður lögfræðingur var sérfræðingur í heimskautarétti og í viðtali við fjölmiðla komst hann að því að ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum drepa ísbjörn nema að hann væri að minnsta kosti búinn að rífa af þér annan fótinn.“

Brynjar hefur áður látið háskólasamfélagið fara í taugarnar á sér. Um það segir Brynjar:

 „Þetta sérfræðingatal fer jafn mikið í taugarnar á mér og þetta svokallaða háskólasamfélag. Fólk sem nemur og starfar í háskóla býr ekki í sérsamfélagi. Það vinnur bara þarna eins og aðrir vinna á lager.“

Nýjast