Björn leví: „þetta var algerlega fáránlegt“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu og öskrað á Halldóru Mogensen, þingflokksformann Pírata. Var Halldóru brugðið og segir að Steingrímur hafi verið vanstilltur og reiður. Þetta mun hafa gerst í hliðarsal Alþingis.

Halldóra sagði í samtali við Vísi: „Ég var þarna við hliðina á þessum orðaskipti, sem og einhverjir fimm aðrir þingmenn úr ýmsum flokkum. Einnig þó nokkrir þingmenn inn í sal.“

Björn Leví þingmaður Pírata opnar sig á samfélagsmiðlum og kveðst hafa orðið vitni að því þegar Steingrímur missti stjórn á sér.

„Þetta var algerlega fáránlegt, að halda því fram líka að um eitthvað einkasamtal væri að ræða. Forseti var búinn að lofa fólki að komast heim kl 17 í sérstakri tilkynningu úr forsetastól sem hann virðist síðan draga til baka í þessu samtali. Rétti staðurinn til þess að fá það skýrt fram er í fundarstjórn forseta þar sem þetta varðar einmitt tilkynningu forseta um dagskrá þingfundar. Í þessum orðaskiptum var [Steingrímur J.] spurður af öðrum þingmanni hvenær fundi yrði þá slitið og var svarað að það kæmi bara í ljós.“

Björn Leví segir að lokum:

„Þá fyrst varð allt galið sem endaði í að [Steingrímur J.] sagði Willum að slíta fundi.“