Bjarni ben: „það er eitt að sjá myndir af þessum atburðum og annað að koma á staðinn“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti sér aðstæður á Suðureyri og Flateyri í dag eftir snjóflóðið sem féll í vikunni. Hann sagði dýrmætt að hitta íbúa bæjanna og finna fyrir þeim anda sem ríki hjá heimamönnum. 

Bjarni ræddi við fréttamann Stöðar 2 og sagði að eitt væri að sjá myndir af snjóflóðunum sem féll og annað væri að mæta á svæðið og sjá aðstæðurnar með eigin augum.

Hann segir að sagan um Ölmu Sóleyju, fjórtán ára stúlkunnar sem var grafin upp úr snjóflóðinu á Flateyri, hafi hreyft við honum.

„Að koma og tala við björgunarmennina og heyra þeirra hlið af þessari upplifun og að kíkja inn í herbergi hennar er alveg svakalegt. Maður sér, eða mér var bent á það, að það má sjá merki þess í snjónum að hún hafi fengið blóðnasir. Þarna er einfaldlega herbergið troðfullt af snjó. Það er alveg ólýsanlegt að koma á svona stað.“