Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja

Frettabladid.is fjallar um

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja

Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins, birtir nú fyrir skemmstu ræðu á Facebook síðu sinni, en líkt og Fréttablaðið hefur greint frá sagði Ólafur í dag að sér og Karli Gauta Hjaltasyni hefði verið meinað að vera á mælendaskrá af Steingrími J. Sigfússyni, á fyrsta þingfundi vetrarins.

„Steingrímur J. sagði nei þótt skrifstofa Alþingis hefði gengið frá málinu við okkur Gauta. Við áttum að fá fimm mínútur. Of mikið að dómi forseta,“ skrifar Ólafur áður en hann birtir innihald ræðunnar. 

Sjá einnig: Segja Steingrím ekki hafa hleypt sér á mælendaskrá

Ræðir kjaramálin og stöðu heimilanna

Í ræðunni segist Ólafur tjá sig fyrir hönd síns og Karls Gauta, sem tveggja utanflokksþingmanna. Þar ræðir hann til dæmis kjaramálin og stöðu heimilanna.

„Á komandi vikum og mánuðum er mikilvægt að vel takist til um kjarasamninga. Þeir mega ekki vera fallnir til að magna upp verðlagsþróun heldur þurfa að leggja grunn að nýrri framfarasókn. Verkalýðshreyfingin leggur áherslu á að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin. 

Nýjast