Arngrímur handtekinn í namibíu - starfaði um árabil hjá samherja

Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri sem starfaði um árabil hjá Samherja var handtekinn í Namibíu fyrr í þessari viku vegna gruns um að hafa stundað ólöglegar veiðar við strendur landsins.

RÚV fékk fréttina staðfesta en greint var frá málinu á fréttaveg NBC. Fékk RÚV það einnig staðfest frá Samherja að búið væri að láta Arngrím lausan en ástæða handtökunnar er sögð vera að skip hans hafi verið að veiðum á hrygningarsvæðum.

Í gær var Arngrímur leiddur fyrir dómara og á samkvæmt NBC að greiða 100 þúsund namibíska dali í tryggingu ásamt því að leggja vegabréf sitt inn. Má hann ekki fara úr landi á meðan mál hans er til meðferðar í réttarkerfinu og hefur því verið frestað til 30. janúar.