Andri snær slær arnaldi við á metsölulista ársins

Rithöfundurinn knái, Andri Snær Magnason gerir sér lítið fyrir og toppar glæpasagnakonunginn Arnald Indriðason í árssölunni í stærstu bóksölukeðju landsins, Pennanum Eymundsson.

Þetta eru á meðal helstu tíðinda þegar bóksölulisti síðasta árs er tekin saman af starfsmönnum keðjunnar, sem selur bækur um allt land - og er í rauninni eina bóksalan sem enn lætur eitthvað að sér kveða á landsvísu.

Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason hefur verið gríðarlega vinsæl frá því hún kom út í byrjun október, að því er fram kemur í tilkynningu frá bóksölukeðjunni í dag, en þar segir að hún hafi verið mest selda bókin í verslunum Pennans Eymundsson árið 2019.

Bók Andra Snæs fékk almennt mikið lof í umsögnum á síðasta ári, meðal annars 5 stjörnur hjá Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra í Morgunblaðinu, sem vakti athygli, en raunar vakti enn meiri athygli að hún var ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem mörgum bókmenntamógúlnum fannst stappa nærri bókablindu.

Árslistinn lítur annars svona út hjá Pennanum Eymundsson:

 

1. sæti

Um tímann og vatnið

Andri Snær Magnason

2.sæti

Tregasteinn

Arnaldur Indriðason

3.sæti

Hvítidauði

Ragnar Jónasson

4.sæti

Innflytjandinn

Ólafur Jóhann Ólafsson

5.sæti

Gullbúrið

Camilla Läckberg

6.sæti

Þögn

Yrsa Sigurðardóttir

7.sæti

Independent People

Halldór Laxness

8.sæti

Þinn eigin tölvuleikur

Ævar Þór Benediktsson

9.sæti

Iceland in a Bag

Ýmsir höfundar

10.sæti

Sumareldhús Flóru

Jenny Colgan