Yfir­læknir á Land­spítala á­hyggju­fullur: Verk­efnið ó­mögu­legt án að­stoðar Ís­lenskrar erfða­greiningar

7. júlí 2020
08:18
Fréttir & pistlar

Karl G. Kristins­son, yfir­læknir á veiru­fræði­deild Land­spítalans, hefur á­hyggjur af því að ó­mögu­legt verði að halda upp­teknum hætti við skimanir fyrir CO­VID-19 fari svo að Ís­lensk erfða­greining hætti að­komu að verk­efninu þann 13. júlí næst­komandi.

Karl lýsir þessari skoðun sinni í sam­tali við Morgun­blaðið í dag.

Eins og greint var frá í gær til­kynnti Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, að fyrir­tækið myndi hætta að sjá um skimanir. Sagði hann að fram­koma Katrínar Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra gagn­vart fyrir­tækinu hefði markast af virðingar­leysi.

„Síðustu sýnin sem við munum af­­greiða eru þau sem berast til okkar á mánu­­daginn 13. júlí,“ sagði Kári í opnu bréfi til Katrínar.

Í sam­tali við Morgun­blaðið í dag segir Karl að unnið sé að því að efla af­kasta­getu veru­fræði­deildar, en allar að­gerðir hafi miðast við að Ís­lensk erfða­greining sæi um skimanir á landa­mærunum út ágúst­mánuð. Segir Karl að ef það eigi að halda á­fram að skima þá sem koma til landsins sé ekki annað í myndinni en að Ís­lensk erfða­greining haldi því á­fram. „Því þetta eru það mörg sýni að við höfum ekki af­kasta­getu ofan á öll þau sjúk­linga­sýni sem við fáum.“