Hringbraut skrifar

Yfir 600 milljónir fara í eftirlaun til þingmanna: davíð fær 1,6 á mánuði

21. febrúar 2020
12:11
Fréttir & pistlar

193 fyrrverandi þingmenn og varaþingmenn fengu á síðasta ári greidd eftirlaun uppá 478,3 milljónir króna. Þá fengu 40 ráðherrar samtals 129,3 milljónir króna. Þá námu lífeyrisgreiðslur 607,6 milljónum króna. Kjarninn greinir frá þessu.

Hin umdeildu eftirlaunalög voru sett í stjórnartíð Davíðs Oddssonar árið 2003. Þau voru síðan afnumin vorið 2009 eftir bankahrun. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, var með rúmar 5,3 milljónir króna á mánuði í laun árið 2018. Davíð fær 1,6 milljónir króna í eftirlaun vegna starfa sinna á Alþingi.

Lögin sem Davíð setti varðandi eftirlaunafrumvarpið voru eins og áður segir afar umdeild og juku eftirlaunaréttindi þingmanna og ráðherra stórkostlega. Þeir sem fá launin hafa fjölgað ár frá ári. Kjarninn bendir á að árið 2007 voru þeir 129 en á síðasta ári voru þeir sem fengu greidd eftirlaun orðnir 193.

Í frumvarpi Davíðs sagði að rökin fyrir risa hækkun á eftirlaunum væri sú að erfitt væri fyrir ráðamenn að fá vinnu eftir að tíma þeirra á þingi lýkur. Í greinargerð sagði:

„Svo virð­ist sem starfs­tími manna í stjórn­málum sé að stytt­ast eftir því sem sam­fé­lagið verður opn­ara og marg­þætt­ara og fjöl­miðlun meiri og skarp­ari. Við því er eðli­legt að bregðast, m.a. með því gera þeim sem lengi hafa verið í for­ustu­störfum í stjórn­málum kleift að hverfa af vett­vangi með sæmi­lega örugga afkomu og án þess að þeir þurfi að leita nýrra starfa seint á starfsæv­inn­i.“

Hér má lesa ítarlega úttekt Kjarnans.