Vil­hjálmur ó­sáttur: Af hverju var ekki hlustað? Heimilin skulda núna 32 milljörðum meira

„Það er ó­þolandi að ætíð séu heimilin látin reka á reiðanum,“ segir Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og fyrr­verandi vara­for­seti ASÍ, í pistli á Face­book-síðu sinni

Hag­stofan greindi frá því í gær að síðast­liðna tólf mánuði hefði verð­bólga hækkað um 4,3 prósent. Bein af­leiðing af hærri verð­bólgu er sú að verð­tryggðar skuldir hækka.

Vil­hjálmur bendir á að að­gerða­pakkar vegna CO­VID-19 til stuðnings fyrir­tækjum hafi til þessa kostað skatt­greið­endur um 80 milljarða króna. Hann gagn­rýnir ekki að fyrir­tækjum sé komið til að­stoðar, meðal annars til að halda ráðningar­sam­bandi við starfs­fólk, en veltir fyrir sér hvort nóg hafi verið gert fyrir heimili landsins.

„Ég vil rifja upp að í upp­hafi á CO­VID far­aldrinum í fyrra barðist ég sem fyrr­verandi fyrsti vara­for­seti ASÍ fyrir því að sett yrði þak á neyslu­vísi­töluna tíma­bundið til að verja heimilin fyrir hugsan­legu verð­bólgu­skoti vegna snar­minnkandi gjald­eyris­inn­streymis vegna ferða­manna sem myndi hafa á­hrif á gengi ís­lensku krónunnar.“

Krafa Vil­hjálms og Ragnars Þór Ingólfs­sonar, formanns VR, byggðist meðal annars á því að setja þak á neyslu­vísi­töluna við neðri vik­mörk á verð­bólgu­mark­miði Seðla­bankans sem er 2,5 prósent.

„Þetta fékk ekki hljóm­grunn hjá stjórn­völdum að verja verð­tryggðar skuldir heimilanna. Núna tæpu ári eftir að ég lagði þessa hug­mynd fram hefur verð­bólgan farið úr 2,8% í 4,3% sem er hækkun um 1,5%.

Vil­hjálmur segir að ef stjórn­völd hefðu tekið þátt í að verja heimilin þá væru verð­tryggðar skuldir heimilanna 32 milljörðum minni en þær urðu.

„Það er ó­þolandi að ætíð séu heimilin látin reka á reiðanum þegar kemur að því að fá stuðning frá ríkis­valdinu en þegar kemur að því að verja fjár­magn­s­auð­valdið og fyrir­tækin þá stendur ekki á neyðar­fundum stjórn­vanda, skítt með heimilin þeim má fórna enn og aftur á blóðugu altari verð­tryggingarinnar.“