Vigfús Bjarni lagður inn á spítala: „Verkefnið er stórt framundan“

Séra Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var lagður inn á sjúkrahús á laugardag vegna hjartabilunar.

Vigfús Bjarni greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hann þakkar vinum og vandamönnum fyrir hlýjar kveðjur í krefjandi verkefni.

Vigfús segir að líklegasta skýring hjartabilunarinnar sé veirusýking sem hann hefur verið að glíma við.

„Verkefnið er stórt framundan, meta þarf meðferðir, inngrip og afleiðingar. Ég hef verið kallaður út af velli í bili, þakka góðan hug til mín og minna, enda áfallið mikið. Einu lofa ég, kjarkleysi mitt er ekkert,“ segir hann í færslu sinni.

Fjölmargir hafa sent Vigfúsi góðar kveðjur en eins og kunnugt er var hann sjúkrahússprestur á Landspítalanum lengi vel. Þá íhugaði hann að fara í forsetaframboð sumarið 2016 en ákvað á vormánuðum það ár að hætta við.