Össur Skarphéðinsson skrifar

Vesa­lingur sem stefnir öllu í voða

7. apríl 2020
23:25
Fréttir & pistlar

Það var sér­kenni­leg fegurð í því að sjá æðru­laust hjúkrunar­fólk streyma út úr þyrlunni á Ísa­fjarðar­flug­velli í gær með grímur og alles, reiðu­búin til að leggja á sig allt sem þarf til að lið­sinna fólki í nauð.

Veiru­skrattinn er bölvan­legur en honum er að takast að draga fram allt það góða sem býr í fólki og maður var hálf­vegis farinn að óttast að síngirnis­sam­fé­lagið hefði glatað.

Alla vega er ég fullur af trú á mann­kynið í dag.

Bæjar­stjórinn í Bolungar­vík talaði eins­og gott fólk og á­byrgt á að tala, æðru­laus og skyn­samur, og hefði betur verið for­seti Banda­ríkjanna í dag en sá reikuli vesa­lingur sem þar stefnir öllu í voða.