Verslun Hagkaups í Spönginni sótthreinsuð í nótt eftir að starfsmaður greindist með COVID-19

Starfs­maður Hag­kaups í Spönginni greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19 í gær, mánu­dag. Til að gæta fyllstu var­úðar voru allir starfs­menn verslunarinnar sem voru í sam­skiptum við um­ræddan starfs­mann sendir í sótt­kví.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem Hag­kaup birti á Face­book-síðu í­búa­hóps Grafar­vogs­búa. Þar segir að á­kvörðunin um að senda starfs­menn í sótt­kví hafi verið gerð í góðu sam­ráði við rakningar­teymi al­manna­varna og gengið hafi verið lengra en al­mennar sótt­varnar­reglur segja til um.

„At­hygli er vakin á því að um­ræddur starfs­maður var ekki í nánu sam­neyti við við­skipta­vini verslunarinnar.“

Þá segir í til­kynningunni að verslunin hafi verið sótt­hreinsuð hátt og lágt í nótt og opnuð á ný í morgun.

„Starfs­fólk úr öðrum verslunum okkar mun því standa vaktina og verður starf­semin því að mestu ó­breytt næstu daga. Við munum því taka vel á móti ykkur í Spönginni. Við viljum þakka rakningar­teyminu fyrir gott sam­starf og snör við­brögð og sömu­leiðis okkar frá­bæra starfs­fólki fyrir sýndan skilning.“