Var líklega að teygja sig ofan í gáminn

15. október 2020
11:14
Fréttir & pistlar

Karlmaður á þrítugsaldri sem fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins á mánudaginn var líklega að teygja sig ofan í hann að mati Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns.

Karl Steinar segir í samtali við Vísi að maður hafi líklega verið að teygja sig eftir einhverju ofan í gámnum þegar hann festi hönd sína. Það er ekki hægt að sjá neitt annað en að þetta hafi verið slys,“ segir hann. Hann hefur ekki heyrt af sambærilegum málum hér á landi en gámarnir eru sérstaklega merktir með viðvörun um að fólk eigi ekki að teygja sig ofan í þá.

Ekki er ljóst hversu lengi maðurinn var fastur í gámnum, en hann fannst kl. 8 á mánudagsmorgun. Gámurinn sem um ræðir er skammt frá Salnum í Kópavogi.