Út­lend­ing­a­stofn­un af­bók­að­i lækn­is­tím­a flótt­a­manns: „Pæl­ið að­eins í hvers­u sjúkt þett­a er“

Sema Erla Serdar, for­maður hjálpar­sam­takanna Solaris, sagði frá því á Twitter í kvöld að Út­lendinga­stofnun hafi af­bókað læknis­tíma fyrir veikan flótta­mann vegna þess að hann er ekki lengur í þjónustu hjá ís­lenska ríkinu.

Þá segir hún að fjór­tán flótta­menn búi nú á götunni eftir að hafa verið vísað út af úr­ræði Út­lendinga­stofnunar en sam­kvæmt Frétta­blaðinu eru flestir mannanna frá Palestínu en einnig frá Afgan­istan, Írak, Sýr­landi og fleiri löndum.

„Þið hélduð kannski að stjórn­völd myndu láta sér nægja að svipta þá þaki yfir höfuðið og matar­pening. Nei, nú er verið að af­bóka læknis­heim­sóknir fyrir veika menn. Pælið að­eins í hversu sjúkt þetta er. Þetta rétt­lætir dómsm­ráðh“ segir Sema á Twitter.

Sema segist ekki geta séð laga­lega rétt­lætingu á að­gerðum Út­lendinga­stofnunar og hún býst við því að fleiri Út­lendinga­stofnun muni út­hýsa fleiri hælis­leit­endum á næstu dögum.