Urðað yfir Pál fyrir að segja Helga Seljan geð­veikan

„Geð­veikur Helgi skipu­leggur í ára­vís skan­dal hægri vinstri, skáldar ef ekki vill betur til. Sá geð­veiki fær fullt um­boð yfir­stjórnar RÚV til að flytja á­róður klæddan í búning frétta.“

Svo skrifar Páll Vil­hjálms­son, kennari í Fjöl­brauta­skólanum í Garða­bæ, á Mogga­bloggi sínu undir yfir­skriftinni „Helgi Seljan játar sig geð­veikan“. Færslan hefur lagst afar illa í fólk ef marka má um­mæli á Face­book.

Helgi ræddi opin­skátt um and­leg veikindi sín í þættinum Vikan í um­sjá Gísla Marteins á RÚV á föstu­daginn og hvaða á­hrif Sam­herja­málið hefur haft á hann sem DV fjallaði um.

„Ég er ekki í vinnu núna,“ sagði Helgi í þættinum. „Ég er bara að „díla“ við að koma mér á lappir eftir þetta skilurðu. Ég vona bara að ég þurfi ekki að upp­lifa annað svona ár,“ sagði hann í Vikunni.

„Ég hef svo sem sagt frá því áður, ég er veikur fyrir. Ég hef þurft að leggjast inn á geð­deild. Svo kemur þessi hol­skefla ein­hvern veginn á mér og sam­starfs­fólki mínu,“ sagði Helgi.

Við­tal Gísla Marteins við Helga fór að því er virðist mjög fyrir brjóstið á bloggaranum líkt og lesa má úr færslu hans á Mogga­blogginu.

Helgi hefur ekki farið leynt með and­leg veikindi sín.
Mynd/Skjáskot

„Sá sem er geð­veikur er hvorki með sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geð­veikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka á­kvarðanir á lífsins veg­ferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skil­greiningin á geð­veiki er að tapa áttum, ekki smá­vegis eða í skamma stund, heldur veru­lega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geð­deild er kominn í slíkar ó­göngur að að­eins duga stór­tæk inn­grip læknis­vísinda til að færa geð­heilsuna í samt lag. Annars eru menn heima, taka lyfin sín, stunda reglu­lega hreyfingu og feta sig á­fram til að takast á við lífið á ný,“ skrifar Páll um við­talið við Helga.

Páll Vil­hjálms­son kennir við Fjöl­brauta­skólann í Garða­bæ.
Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

Páll segir Helga hafa sýnt „skýr þrá­hyggju­ein­kenni þegar hann skipu­lagði að­för að Sam­herja árið 2012.“ Frétta­maðurinn hafi af­sakað „linnu­lausa böggið“ sitt sem Páll segir hafa verið hel­beran upp­spuna.

„En Helgi böggaðist á­fram enda illa tengdur veru­leikanum,“ heldur fram­halds­skóla­kennarinn á­fram.

„Burt­séð frá bata­ferlinu er í meira lagi undar­legt að geð­veikur maður fari með víð­tækt dag­skrár­vald á ríkis­reknum fjöl­miðli, RÚV. Geð­veikur Helgi skipu­leggur í ára­vís skan­dal hægri vinstri, skáldar ef ekki vill betur til. Sá geð­veiki fær fullt um­boð yfir­stjórnar RÚV til að flytja á­róður klæddan í búning frétta,“ skrifar Páll enn fremur.

Ó­hætt er að segja að blogg­færsla Páls hafi farið illa í fólk. Jakob Bjarnar Grétars­son, blaða­maður á Vísi, deilir henni á Face­book með orðunum „Huggu­legur kennari í Garða­bæ og Blog­ger.“

Jakob Bjarnar Grétars­son deilir færslu Páls á Face­book við mikil við­brögð.
Fréttablaðið/Valli

Þar leggur fjöldi fólks orð í belg og þykir lítt til færslu Páls koma, þar á meðal margir úr fjöl­miðla­heiminum.

„Djöfulsins sori,“ segir Erla Hlyns­dóttir frétta­stjóri DV.

„Þetta eru im­botent eymingjar,“ segir tón­listar­maðurinn Bubbi Morthens.

„Meiri ó­þverrinn,“ skrifar fjöl­miðla­maðurinn Egill Helga­son.

„Bara vá. Orð­laus.“ segir tón­listar­konan Ragn­heiður Grön­dal.

„Þótt það fari svo sem skít­sæmi­legt orð af Páli sem kennara þá er alltaf dá­lítið an­kanna­legt að vita af svona inn­rættum náunga að messa yfir ung­lingunum okkar,“ segir Stígur Helga­son, frétta­maður hjá RÚV.