Uppnám í Laugardalshöll: Bóluefnið búið

Dálítið uppnám varð í Laugardalshöll fyrir skömmu þegar bólu­efni AstraZene­ca kláraðist. Bólu­setja átti fólk með seinni skammti bólu­efnisins í dag en vegna þess að færri skammtar komu en búist var ekki að halda þeim plönum ó­breyttum.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar á Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, stað­festi þetta í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Við erum að á­kveða að bjóða fólki Pfizer í seinni skammt. Við fengum ekki alla þá skammta sem við bjuggumst við, það fór út á land ein­hver slatti, þannig við fengum ekki alla. En þá ætlum við að taka á þetta ráð að bjóða bara Pfizer í seinni, þetta er svipað og önnur lönd eru að gera, að bjóða AstraZene­ca í fyrri og Pfizer í seinni, þannig við höfum alveg fulla trú á að fólk þiggi þetta,“ sagði Ragn­heiður.

Ef fólk vill ekki blanda efnunum þá getur það beðið að sögn Ragnheiðar. „Það getur þá beðið. Það verður lík­lega eftir svona tæpar tvær vikur en okkur skilst að það sé að koma meira til landsins af AstraZene­ca í lok næstu viku.“