Unnur Eggerts bitin á versta stað: „Beint á ytri skapabarminn“

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir segir að hún hafi átt erfiða nótt eftir að hún var bitin af moskítóflugu á versta stað.

Margir þekkja Unni sem Sollu stirðu í Latabæ. Hún skemmti með Latabæ yfir 500 sinnum í sjö löndum. Hún tók einnig þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2013.

Hún býr nú í Los Angeles í Bandaríkjunum ásamt kærasta sínum Travis líkt og kom fram í viðtali DV við hana í fyrra.

Unnur átti þó erfiða nótt eftir bitið, en hún segir á Twitter.

Bitið var á slæmum stað: „Beint á ytri skapabarminn,“ segir hún. „Nóttin var erfið.“