Ung kona varð úti - fannst látin skammt frá heimili sínu

Kona á fer­tugs­aldri, bú­sett við Esju­mel ofar­lega í Mos­fells­bæ, varð úti á leið heim til sín fót­gangandi daganna 17. til 19. desember. Þetta stað­festir Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við RÚV.

Mikið ó­veður gekk yfir þessa daga og lokaðist Reykja­nes­brautin og al­þjóða­flug lá niðri. Konan fannst látin skammt frá heimili sínu þann 20. Desember.

Í sam­tali við RÚV segir Grímur að engar engar vís­bendingar væru um neitt sak­næmt við and­lát konunnar sem varð úti í veðrinu sem gekk yfir. Kulda­kastið á Ís­landi síðustu daga er það mesta í ára­raðir en afar fá­títt er að fólk verði úti í bygg