Twitter bregst við nýju lands­liðs­­treyjunni: „Þessi laumu­leki er gríðar­lega lofandi“

Svo virðist vera sem nýr lands­liðs­búningur ís­lenska land­siðsins í knatt­spyrnu hafi verið frum­sýndur ó­vart í morgun. KSÍ til­kynnti í morgun að sex ára samningur við Puma væri í höfn en undan­farin ár hefur lands­liðið leikið í búningum frá Errea.

Í til­kynningu frá KSÍ kom fram að nýr búningur yrði af­hjúpaður um miðjan júlí en á heima­síðu Puma birtist svo mynd af Björn Gulden, fram­kvæmda­stjóra fyrir­tækisins, og Guðna Bergs­syni, for­manni KSÍ, þar sem þeir héldu saman á blárri treyju. Myndinni var síðar eytt og hefur þetta vakið spurningar um hvort þarna hafi treyjan ó­vart verið frum­sýnd.

Miðað við um­ræðuna á Twitter virðast net­verjar nokkuð sann­færðir um að þetta sé nýja lands­liðs­treyjan – og fólk virðist nokkuð á­nægt með treyjuna ef rétt reynist.