Twitter ærðist þegar Katrín rifjaði upp Píp-test: „Ertu psychopath?“

Allt ætlaði um koll að keyra á Twitter þegar Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hún væri sú eina sem hafi þótt Píp-test hafa verið skemmtilega áskorun.

Píptestin var reglulegur þáttur íþróttakennslu, hafa þau sums staðar verið hætt. Prófið gekk út á að hlaupa fram og til baka í íþróttasalnum, tíminn minnkaði alltaf og því þurfti að gefa í. Gaf prófið góða mynd af þoli þeirra sem hlupu. Þeir sem voru með minna þol þurftu gjarnan að sitja og bíða.

Jóhannes nokkur, sem er líklega ekki raunverulegt nafnviðkomandi, segir:

„Mér fannst þau skemmtileg enda alltaf einn af þeim sem síðast stóðu - eins og þú greinilega. Ólíkt þér skildi ég hins vegar mörgum árum síðar hvað þetta lét mörgum í bekknum líða ógeðslega illa. Niðurlægjandi upplifun.“

Sólveig var send í víðavangshlaup:
„Fannst alveg fínt. Var alltaf ein eftir að hlaupa eftir að hinir gáfust upp. Kannski einu sinni einhver af atrákunum með mér. Var send í einhver víðavangshlaup fyrir hönd skólans fyrir vikið. Eitthvað sem mér fannst ekki sérstaklega skemmtilegt.“

Rúnar Berg segir:

„Að public shame-a krakka undir fáránlegu stressi, metið til einkunnar. Hin hliðin: Bara skemmtileg áskorun sko!“

Elísabet segir:

„Mér fannst það skemmtilegt enda æfði ég hlaup og sund á þessum tíma og mér gekk vel. Ég var stoppuð a level 17 því tíminn var búinn en ég veit að þetta olli mörgum mikilli vanlíðan og kennarinn var bully.“

Gunnar segir:

„Ég elskaði píp test, en átti helling af vinum sem hötuðu þau. Píp test eru gott dæmi um þjálfun sem virkar ágætlega á suma og letjandi á alla aðra. Coach sem vinnur með þetta apparat í dag án afreksíþróttarfólks ætti að segja upp sínu starfi. Sá er að misskilja hlutverk sitt.“

Björgvin segir:

„Sonur minn tók píptest í garðinum. Ætlaði að bæta skólametið - svo var hætt með píptest.“

Katrín sjálf segir að hún hafi alltaf tapað fyrir einum strák í bekknum, aðspurð hvort hún vilji fara í þetta aftur segir hún: „Nei almáttugur myndi ekki leggja í þetta núna.“

Sumir eru mjög neikvæðir, eins og Björk sem spyr:

„Ertu psychopath?“

Bára Halldórs segist vona að Katrín sé sú eina sem hafi þótt þetta skemmtilegt:

„Vonandi... "hrollur"“

Fyrir þá sem vilja rifja upp Píp-testið heima geta hlustað á upptökuna hér: