Trump kok­hraustur og segir Banda­ríkja­menn hafa unnið magnað starf í bar­áttunni við CO­VID-19

Donald Trump Banda­ríkja­for­seti segir að ríkis­stjórn hans hafi unnið „ó­trú­legt“ starf í bar­áttunni gegn CO­VID-19. Þetta segir Trump í nýju við­tali sem sýnt var hjá HBO í gær­kvöldi. Hvergi í heiminum hafa fleiri smit greinst en í Banda­ríkjunum og nálgast þau nú fimm milljónir. Tæp­lega 160 þúsund hafa látist.

Þrátt fyrir þessa stað­reynd segist Trump stoltur af vinnu banda­rískra yfir­valda í bar­áttunni gegn veirunni.

„Þetta hefur aldrei gerst áður. Það sem gerðist 1917 var ó­líkt þessu sem nú er í gangi, það var flensa. Ef þú horfir á fals­fréttirnar á sjón­varps­stöðvunum sérðu að það fjallar enginn um það, en það eru 188 aðrar þjóðir sem eru einnig í vanda. Sum þeirra eru hlut­falls­lega í miklu verri stöðu en við.“

Jon­a­t­han Swan, sá er tók við­talið, spurði Trump út í það hvaða lönd það væru sem væru í verri stöðu en Banda­ríkin. Dró Trump fram pappíra sem sýndu nokkuð góða stöðu Banda­ríkjanna í saman­burði við önnur lönd um hlut­fall milli dauðs­falla og greindra til­fella.

Swan benti for­setanum á hvort ekki væri rétt að bera saman fjölda til­fella miðað við fólks­fjölda. „Þar er staða Banda­ríkjanna ekki góð. Miklu verri en í Þýska­landi, Suður-Kóreu.“

Trump sagðist ekki vera sam­mála þeim saman­burði.

Guar­dian fjallar um efni við­talsins og bendir á að fjórðungur allra stað­festra kórónu­veiru­til­fella á heims­vísu hafi komið upp í Banda­ríkjunum.

Viðtalið má sjá hér að neðan en kaflinn sem fjallað er um hér að ofan byrjar eftir um það bil 13 mínútur.