Trausti hringdi í Ása: „Er búið að kalla út allt gengið?" - Sjáðu myndbandið

Grínistinn Ási Guðna birti á dögunum myndband sem er að fara sem eldur um sinu um internetið. Í myndbandinu hendir Ási góðlátlegt grín að fréttamáli sem að vakti mikla athygli í vikunni en það var þegar Elísabet Guðmundsdóttir, lýtalæknir sem barist hefur gegn Covid-19 reglum stjórnvalda, var handtekinn eins og frægt varð.

Elísabet birti sjálf myndband af handtökunni á samfélagsmiðlum og þaðan rataði það á alla helstu fréttamiðla landsins.

Í myndbandinu er bifreið Elísabetar stöðvuð af lögreglu við húsnæði Gunnars Mæjóness í Hafnarfirði og er hún síðan handtekinn á þeim grundivelli að hún hafi virt það að vettugi að mæta í boðaða skýrslutöku nokkrum vikum fyrr.

Með henni er kærasti hennar, Trausti Eysteinsson, múrari og öndunarsérfræðingur, sem tekur myndbandið upp. Trausti tekur handtökunni vægast sagt illa og segja má að hápunktur myndbandsins sé þegar hann öskrar eftirfarandi skilaboð til Elísabetar þegar hún er leidd í burtu af lögreglu.

„„Eruð þið stoltir af ykkur og litlu typpunum ykkar núna? Ég er að höfða mál gegn ykkur. Elísabet, ég hringi í allt gengið. Ég hringi í alla. Það verður stríð núna. Núna byrjar stríðið.“

Þessa stríðskvaðningu tekur Ási Guðna listilega fyrir í meðfylgjandi myndbandi sem er að slá í gegn: