Tommi á Búllunni: Væri ekki eðli­legt að þing­menn lækkuðu launin sín?

„Þar sem Al­þingi er ekki að vinna á fullum af­köstum væri þá ekki eðli­legt að laun þessa fólks væru lækkuð í hlut­falli við vinnu­fram­lag og þessir ein­staklingar myndu fá greitt sam­kvæmt til­lögum ríkis­stjórnarinnar um greiðslur at­vinnu­leysis­bóta?“

Þetta hefur fjöl­miðla­maðurinn Ei­ríkur Jóns­son, sem heldur úti vefnum eirikurjonsson.is, eftir Tómasi Andrési Tómas­syni, veitinga­manni á Ham­borgara­búllunni, betur þekktum undir nafninu Tommi á Búllunni.

Eins og al­þjóð veit hefur kórónu­veiran sem veldur CO­VID-19 haft mikil á­hrif hér á landi, meðal annars á starfs­menn þingsins og þing­menn. Þing­menn í sótt­kví geta ekki tekið þátt í starf­semi þingsins og í síðustu viku var á­kveðið að taka starfs­á­ætlun þingsins úr sam­bandi til og með 20. apríl. Á þeim tíma verða ein­göngu boðaðir þing­fundir til að takast á við brýn mál sem tengjast CO­VID-19 heims­far­aldrinum.

Tommi bendir á að 63 þing­menn séu á þinginu, þar á meðal 10 ráð­herrar með allt að 20 að­stoðar­menn. Auk þess tengist fullt af fólki þinginu og stjórn ráðu­neytanna. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki væri ráð að lækka launin nú þegar starf­semi þingsins er ekki á fullum af­köstum.

„Þá myndi hver og einn taka þátt i þessari krísu sem þjóðin er að ganga í gegnum og taka á sig launa­lækkun. Það myndi undir­strika það að við eru öll saman í þessu.“

Hann veltir einnig fyrir sér hvort ekki væri eðli­legt að til dæmis heil­brigðis­starfs­fólk, sem er til­búið að taka á­hættu með heilsu sína til að halda uppi heil­brigðis­kerfinu, fái greiddar á­lags­greiðslur í sam­ræmi við á­lagið sem er um þessar mundir.

Sjá Eirikurjonsson.is