Töfratækið sem gerir bananaísinn sem enginn stenst

Hvern dreymir ekki um að eiga töfratæki í eldhúsinu sem getur séð um alla eldamennskuna og einfaldað verkin til muna. Hér er það fundið. Sjöfn Þórðar heimsótti Berglindi Ósk Haraldsdóttir annan eiganda fyrirtækisins Eldhústöfrar og fékk að kynnast eldhústækinu Thermomix. Þetta er eldhúsgræjan sem breytir öllu og hæfileikarnir eru óþrjótandi. Það sameinar kosti fjölmargra eldhústækja háhraðablandara, hægeldunarpotts, matvinnsluvéla, töfrasprota, tölvuvigtar, gufusoðsvélar, sous-vide græju, snjallsíma og hefur að geyma uppskriftabanka mörg þúsunda uppskrifta. Það er mikið spunnið í þessa græju og er sannkallaður vinnuhestur sem flestir myndu vilja eiga í eldhúsinu. Og það besta hún hjálpar þér að nýta matvælin betur og elda frá grunni alls konar rétti sem þú varst búin að mikla fyrir þér að laga.

Berglind sýndi Sjöfn helstu eiginleika tækisins þar sem það opnar þér nýjan heim á einfaldan hátt, auk þess sem hún lagaði fyrir hana bananaís. Og það sem meira var að í uppskriftina þurfti eingöngu 5 stykki banana. Berglind hafði keypt banana á niðursettu verði í Bónus einungis af því þeir voru farnir að láta á sjá. Hún sneiddi þá í sneiðar og frysti. Svo voru þeir bara sóttir í frystinn þegar Sjöfn kom í heimsókn settir í Thermomix eldhúsið tækið sem sá um rest á augabragði og úr var þessi ljúffengi og fallegi bananaís. Upplifun Sjafnar var einfaldlega besti banananaís sem hún hefur bragðað.

F&H - Berglind Ósk Haraldsdóttir og Sjöfn Þórðar.PNG

Eldhústöfrar er fjölskyldufyrirtæki sem þær mágkonurnar Berglind og Rebekka Ómarsdóttir eiga og reka saman. Að sögn Berglindar bjó mágkona hennar Rebekka í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og kynntist þessu töfratæki þar. Og eftir að þær báðar höfðu eignast eitt slíkt var ekki aftur snúið. „Okkur langaði að kynna þetta tæki fyrir fólkinu hér heima og erum umboðs- og dreifingaraðilar þýska fyrirtækisins Vorwerk sem framleiðir Thermomix og úr varð fyrirtækið Eldhústöfrar,“ segir Berglind. Ef ykkur langar að kynnast þessu töfratæki sem allt getur betur þá er um að gera að skoða heimasíðuna þeirra www.iceland.thermomix.com Eldhústöfrar eru til húsa að Síðmúla 29 í Reykjavík.

Einnig má sjá innslagið hér þar sem Berglind lagar bananaísinn: Fasteignir & Heimili