Töfrar fram Shakshuka dögurð frá Ísrael

Ólík matarmenning og brögð sem gleðja bragðlaukana er eitt af því sem matgæðingar kunna vel að meta. Í þættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn Þórðar, Omry Ahraham heim í eldhúsið en Omry er mikill ástríðukokkur og þekkir kryddheiminn vel. Omry er frá Ísrael og á ættir að rekja til Marokkó og Íraks og er alinn upp við ríka kryddhefð í matarmenningu miðausturlanda.

„Matarkúlturinn í Ísrael er mjög blandaður og kemur frá mörgum löndum, til að mynda Evrópu, Norður Afríku og Arabalöndunum. Mér finnst matarkúlturinn í Ísrael mjög góður,“segir Omry og er iðinn við að halda matarvenjum og hefðum frá heimkynnunum hér á Íslandi.

Omry er maðurinn bak við Kryddhúsið en hann og eiginkona hans, Ólöf Einarsdóttir eiga Kryddhúsið og vita að góð krydd gera gæfumuninn þegar við erum að elda og toppa máltíðina með framandi brögðum sem kitla bragðlaukana. „Íslenskt hráefni er mjög gott og það er svo gaman að elda úr því og toppa með góðum kryddum,“segir Omry og veit að upprunni og gæði krydda skipta líka máli og ástríðan fyrir matargerð.

M&H Shakshuka að hætti Omry 2.jpg

Shakshuka að hætti Omry./Ljósmyndir Anton Brink.

Í þættinum í kvöld Omry töfrar fram sinn uppáhalds dögurð sem heitir þessu sérstaka nafni Shakshuka og sýnir áhorfendum hvernig best er að gera alvöru heimalagðan Hummus. Þið fáið að njóta kunnáttu hans þegar kemur að því að lokka bragðlaukana með ljúffengum brögðum.

M&H Omry Avraham 7jpg.jpg

Heimalagaður Hummus eins og hann gerist bestur en Omry leggur mikið upp úr að matreiða allt frá grunni og nýta þekkingu sína úr kryddheiminum.

Matarupplifun frá kryddheiminum með Omry í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.