Tjá sig um landsliðið í er­lendum miðlum: „Víkinga­klappið hefur verið eyði­lagt að ei­lífu“

Ítar­lega er fjallað um hneykslis­málin sem tengjast á­kveðnum leik­mönnum ís­lenska karla­lands­liðsins sem og Knatt­spyrnu­sam­bandi Ís­lands í ítar­legri frétta­skýringu á vef­miðlinum The At­hletic í dag.

Fyrir­sögn greinarinnar segir mikið: Víkinga­klappið hefur verið eyði­lagt að ei­lífu – Kyn­ferðis­legt of­beldi, hneykslis­mál sem skekur ís­lenska knatt­spyrnu.

Í frétta­skýringunni er meðal annars rætt við Pétur Marteins­son, fyrr­verandi lands­liðs­mann: ,,Við vitum ekki á þessari stundu hvernig þessir leik­menn og sam­bandið mun taka á þessu að lokum. Ég tel að það sé enn mögu­leiki fyrir okkur að komast í gegnum þetta með góðum árangri, ef hægt er að orða það þannig. En til styttri tíma litið hefur þetta að minnsta kosti eyði­lagt orð­spor okkar og arf­leifð liðsins til styttri tíma.“

Einnig er talað við Þór­hildi Gyðu Arnars­dóttur, sem steig fram, sagði sína sögu og greindi frá of­beldi lands­liðs­manns í knatt­spyrnu gegn sér. Hún segist hafa stigið fram vegna þess að Guðni, þá­verandi for­maður KSÍ, hafi logið í við­tali sem tekið var við hann í Kast­ljósi á RÚV.

,,Ég steig fram því hann laug, ég steig ekki fram til þess að tala um of­beldið sem ég hafði gengið í gegnum,“ er meðal þess sem Þór­hildur Gyða Arnars­dóttir segir í við­tali hjá The At­hletic.

Vanda Sigur­geirs­dóttir, tók við sem for­maður KSÍ og þarf að leiða sam­bandið inn í nýja tíma og í gegnum ólgu­sjó. Hún segist ekki vita hvort að rætur vanda­málsins liggi dýpra og sé inn­viklað í menningu ís­lenska lands­liðsins. ,,Ég veit það ekki, ég var ekki á staðnum á þessum tíma. Þetta eru nokkur mál og eitt er víst, við þurfum að breyta menningunni.“

Bæði Aron Einar Gunnars­son og Kol­beinn Sig­þórs­son, hafa báðir neitað sök í sínum málum. Fimm dögum eftir að Þór­hildur Gyða steig fram og sagðist hafa verið beitt of­beldi af hálfu lands­liðs­manns sendi Kol­beinn frá sér yfir­lýsingu þar sem hann neitaði sök, hann hafði hins vegar náð sáttum utan dóms­sals við Þór­hildi og vin­konu hennar sem hafði einnig kvartað undan honum.

Aron Einar er sakaður um að hafa árið 2010 beitt konu kyn­ferðis­legu of­beldi í lands­liðs­ferð á­samt öðrum fyrr­verandi lands­liðs­manni, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni. Þeir neita báðir sök.

Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður kyn­ferðis­brota­deildar lög­reglu, segir í sam­tali við The At­hletic að málið sem tengist tveimur lands­liðs­mönnum árið 2010 hefur verið opnað að nýju og Ævar segir lög­regluna hafa góða á­stæðu fyrir því: ,, „Ég get stað­fest að við höfum opnað mál sem kom upp árið 2010. Við erum að opna málið, við höfum fengið nýjar upp­lýsingar. Við þurfum góðar á­stæður til að opna mál og við eru með góðar á­stæður. Ný gögn hafa komið fram, við höfum tekið við­töl við fjölda fólks.“