Þú mátt stefna langt og segja það upphátt!

Stjórnandinn er þáttaröð á þriðjudagskvöldum á Hringbraut þar sem talið er niður í Viðurkenningarhátíð FKA þann 27. janúar 2021.

Í síðasta þætti fékk Hulda Bjarnadóttir þær Árelíu Eydísi Guðmundsdóttir, Elizu Reid, Gerði Huld Arinbjarnardóttur, Ósk Heiðu Sveinsdóttur og Stefaníu Bjarney Ólafsdóttur í þáttinn.

Eliza Reid vinnur með Covid-hugmyndina sína sem er að skrifa bók.

Eliza Reid forsetafrú og eigandi Iceland Writers Retreat ræðir um jafnvægið og forgangsröðun sem forsetafrú og kona í rekstri í Stjórnandanum. Þar deilir hún á einlægan máta hvernig hún tekur við lífinu og vinnur með Covid-hugmyndina sína sem er að skrifa bók.

Hún hefur verið síðustu ár í FKA og hefur oft fjallað um mikilvægi tengslanets og hvaða það skiptir máli að rækta sig og staðsetja sig þar sem hún verður ekki forsetafrú endalaust – og að hún sé ekki taska, ummæli hennar sem vöktu athygli á sínum tíma.

Rekstur á tímum Covid er eins og heimsmeistaramótið í fyrirtækjarekstri.

Mikil hugafarsbreyting hefur átta sér staða er kemur að hjálpatækjum ástarlífsins að mati Gerðar Arinbjarnardóttur eiganda Blush. Í Stjórnandanum ræðir hún hvernig umræðan er orðin opnari og hve mikið umræðuhefðin um hjálpatæki ástarlífsins hefur breyst mikið síðustu misserin.

Gerður er segir frá því hvernig auglýsingastofur vildu ekki vinna með fyrirtækinu í upphafi en nú er mikil aðsókn í samstarf. Mörkin hafa færst og áskoranir hafa því verið margar þar sem breytingar taka oft á. Hún hvetur fólk til að tapa ekki trúnni og líkir rekstri á tímum Covid við heimsmeistaramótið í fyrirtækjarekstri.

„Þú mátt stefna langt og segja það upphátt,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir forstöðumaður hjá Póstinum og formaður FKA Framtíðar.

„Þú mátt stefna langt og segja það upphátt,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir forstöðumaður Póstinum og formaður FKA Framtíðar í Stjórnandanaum en FKA Framtíðar sem hefur unnið með þemað „Enginn fílter“ á þessu starfsári. Ósk Heiða bendir á að það er töff að koma til dyranna eins og þú ert og að nú sé tíminn til að rýna til gagns og taka lærdóminn og reynsluna af Covid inn í nýja tíma.

Takið vel eftir „Aha-mómentum“ í lífinu!

Árelía Eydís Guðmundsdóttir prófessor og rithöfundur fjallar um hve mikilvægt er að taka á eftir „aha-mómentunum“ í lífinu, um mikilvægi þess að skapa sig og endurskapa sig og vera tilbúin að taka að sér ný hlutverk. Árelía ræðir starfsþróun og forgjöf er kemur að heimilinu, hvað víða er vitlaust gefið er kemur að nýta sér jafnréttið.

Stefanía er stærðfræðingur sem mótar fyrirtækjamenningu í takt við nýja tíma frá Sílikondalnum.

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og meðstofnandi Avo ræddi stafræna notenda upplifun í Stjórnandanum á Hringbraut. Stefanía er stærðfræðingur í þjónustu við hugbúnaðarfyrirtæki, mótar fyrirtækjamenningu í takt við nýja tíma frá Sílikondalnum. Í Sílikondalnum hefur henni vegnað vel og er þakklát sínum mentorum og fyrir þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir.

Þáttinn má sjá HÉR

Árelía Eydís Guðmundsdóttir / Stjórnun og leiðtogafræði

Eliza Reid / Forsetafrú og eigandi Iceland Writers Retreat

Gerður Huld Arinbjarnardóttir / Eigandi Blush

Ósk Heiða Sveinsdóttir / Forstöðumaður Póstinum

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir / Framkvæmdastjóri og meðstofnandi Avo