Þrá­látir orð­rómar um bólu­setningar ó­sannir: Enginn blindur eða lamaður

Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, segir orð­róma um auka­verkanir í kjöl­far bólu­setninga gegn Co­vid-19 vera ó­sanna í sam­tali við Fréttablaðið. Hún gagn­rýnir aug­lýsingu sem birt var í Morgun­blaðinu í dag með lista um meint dæmi um auka­verkanir.

Aug­­lýsingin var keypt af Bjuti ehf., sem er í eigu Vil­­borgar Bjarkar Hjalte­sted. Í aug­lýsingunni var fólk hvatt til að til­kynna auka­verkanir vegna bólu­setninga gegn Co­vid-19 til Lyfja­stofnunar. Þá voru sett fram meint dæmi um auka­verkanir vegna bólu­setninga á borð við lömun, blindu, heila­blóð­fall, and­lát og fleira.

„Það er tekinn fram listi og settur fram líkt og þar sé um að ræða þekktar auka­verkanir,“ segir Rúna í sam­tali við Frétta­blaðið. Til­kynningar sem berast Lyfja­stofnun séu bara um mögu­lega auka­verkanir og aldrei hafi borist til­kynning um lömun eða blindni.

Ósannur orðrómur

Þá kemur fram að orð­rómur hafi verið á kreiki um heilsu­hrausta stúlku sem hafi blindast, lamast og fengið yfir 20 blóð­tappa í kjöl­far bólu­setningar með AstraZene­ca. Sá orð­rómur standist þó enga skoðun.

Rúna stað­festir að enginn hafi blindast eða lamast í kjöl­far bólu­setningar og að þær 14 til­kynningar sem borist hafa um blóð­tappa hafi verið að­skildar. „Við höfum ekki orðið vör við svona orð­róma ný­lega enda erum við lík­lega ekki á þeim stöðum á sam­fé­lags­miðlum að við höfum upp­lýsingar um slíkt,“ segir Rúna.

„Mér finnst að ef fólk er að birta aug­lýsingar þá á það að birta þær undir nafni,“ segir Rúna. „Það er villandi að láta líta út eins og þetta komi frá heil­brigðis­yfir­völdum.“

Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Mynd/Morgunblaðið