Þórólfur skýtur niður hugmynd Jóns Ívars Harvard-prófessors

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ósammála þeirri skoðun sem Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard-háskóla, lýsti í Morgunblaðinu í dag.

Jón Ívar stakk upp á því að stjórnvöld lengdu bilið á milli bólusetninga þannig að hægt væri að flýta fyrir bólusetningu meginþorra landsmanna. Með því væri hægt að ljúka fyrri bólusetningu mun fyrr en ella með þeim afleiðingum að hægt væri að minnka hömlur innanlands.

Fréttablaðið spurði Þórólf út í hugmynd Jóns Ívars og virðist ekki mjög hrifinn af henni.

„Menn geta haft alls­konar mis­munandi skoðanir á þessu. Þetta er mikil­vægt í löndum þar sem út­breiðslan er mikil og far­aldurinn er á flugi. Ég held að þetta sé ekki eins mikil­vægt hjá okkur þar sem nánast eru engin smit,“ segir Þór­ólfur sem vill frekar ná vörn hjá viðkvæmasta hópnum og hún náist með því að ljúka bólusetningu hjá þeim hópi.

Þórólfur bendir jafnframt á að þó fyrri skammtur bóluefnisins veiti ákveðna vörn þá veiti hann fyrst og fremst vörn gegn alvarlegum sjúkdómi.

„Það þýðir að fólk getur enn fengið sjúk­dóminn og jafn­vel dreift henni á­fram. Þannig sam­fé­lags­lega verndin er kannski ekki eins mikil og því held ég að það sé mikil­vægt að ná full­kominni vörn hjá fólki eins og hægt er og það getum við gert með svona fá innan­lands­smit.“