Þór­ólfur sendir tilkynningu um apa­bóluna - þetta er það sem almenningur þarf að hafa í huga

Þór­ólfur Guðna­­son, sótt­varnar­­læknir, segir það ekki úti­­lokað að apa­bóla berist hingað til lands, en fyrsta til­­­felli hennar greindist í Sví­­þjóð í gær.

Al­­menningur og heil­brigðis­­starfs­­menn eru beðnir um að hafa greininguna á sjúk­­dómnum í huga, sér­­stak­­lega hjá þeim sem hafa verið á ferð er­­lendis og eru með ein­­kennandi út­brot.

Nokkur til­­­­­felli af þessum sjald­­­gæfa sjúk­­­dómi hafa greinst í Banda­­­ríkjunum og víðs vegar í Evrópu, meðal annars á Spáni, Ítalíu, Belgíu og Portúgal. Í Bret­landi hefur fjöldi stað­­­festra til­­­­­fella tvö­faldast á mjög skömmum tíma, en þar­­­lend yfir­­­völd til­­­kynntu í morgun að ellefu ný til­­­­­felli af veirunni hefðu fundist. Nú hafa alls tuttugu til­­­­­felli verið stað­­­fest þar í landi. Í morgun á­kvað svo ríkis­stjórn Sví­þjóðar að skil­greina apa­bólu sem ógn við al­manna­heill.

Í til­­­­­kynningu frá Þór­ólfi Guðna­­­syni sótt­varnar­­­lækni kemur fram að apa­bóla or­­­sakist af veiru sem er ná­­­skyld bólu­­­sóttar­veiru og sé einkum þekkt hjá dýrum, en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna sé sjald­­­gæf og sömu­­­leiðis smit milli manna.

„Sjúk­­­dómurinn hefur til þessa aðal­­­­­lega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku, en er nú að greinast í Evrópu hjá ein­stak­lingum sem sumir hverjir hafi verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu, ýmist sem dropa­­­smit með hósta/hnerra eða sem snerti­­­smit með vessa sem myndast í út­brotum á húð. Sjúk­­­dóms­­­myndin getur líkst öðrum sjúk­­­dómum eins og hlaupa­bólu eða sára­­­sótt, en greining er stað­­­fest með rann­­­sókn á vessa úr bólunum,“ segir í til­­­­­kynningu.