Þór­ólfur segir Kára vega ó­mak­lega að sér

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segist telja Kára Stefáns­son vega ó­mak­lega að sér með þeim orðum sínum að hann telji að skila­boð sótt­varnar­yfir­valda hafi valdið því að fólk hafi byrjað að slaka á í sótt­vörnum.

Þetta kemur fram í há­degis­fréttum Bylgjunnar í dag. Kári sagði í gær í kvöld­fréttum Stöðvar 2 að hann teldi að skila­boðin hafi valdið því að fólk hafi farið að slaka á.

Þór­ólfur segir þetta ó­mak­lega að sér vegið. „Það var ekki alveg það sem ég bjóst við,“ sagði Þór­ólfur. Margt hafi á­hrif, ekki bara það sem ein­hver einn eða annar segir eða segir ekki.

„Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara mjög var­lega,“ segir Þór­ólfur. „Við vitum að þessi til­mæli og reglu­gerðir sem eru í gildi taka enda og það þarf eitt­hvað nýtt að taka við. Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auð­vitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“

Þór­ólfur segir að mikil­vægt sé að allir séu heiðar­legir í því sem þeir séu að gera.

„Bestu sótt­varna­að­gerðirnar væru að loka alla inni í marga mánuði þar til þetta væri allt saman búið. Ég er ekki viss um að það myndi ganga. Það hljóta allir að sjá að þú nærð ekki sam­vinnu við fólk með því móti.“