Þórhildur Gyða: „Ég titra af reiði“

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, er ekki sátt við að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé orðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Þórhildur hefur áður gagnrýnt Brynjar, þá þegar hann talað um „aðför að KSÍ“.

Hún segir á Twitter í dag:

„Frábært að einn af þeim mönnum sem hefur hjólað í mig sem þolanda ofbeldis sé komin með sæti í dómsmálaráðuneytinu,“ segir Þórhildur Gyða og bætir við: „Ég titra af reiði.“