Þór­dís Kol­brún for­maður Sjálf­stæðis­flokksins á Twitter

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir titlar sig sem for­mann Sjálf­stæðis­flokksins á sam­fé­lags­miðlinum Twitter en ekki vara­for­mann.

Ljóst er að um heiðar­lega inn­sláttar villu er að ræða nema Sjálf­stæðis­menn eigi eftir að greina frá þessum stór­tíðindum. Eins og al­þjóð veit er Þór­dís Kol­brún vara­for­maður flokksins á meðan Bjarni Bene­dikts­son er enn sem komið er for­maður flokksins.

Þór­dís upp­færði ný­verið lýsinguna á sjálfri sér á Twitter enda ný­orðin utan­ríkis­ráð­herra. „Ráð­herra utan­ríkis­mála og al­þjóða­sam­vinnu fyrir Ís­land. For­maður Sjálf­stæðis­flokksins,“ skrifar Þór­dís á ensku á Twitter síðuna sína.