Þor­björg segir um­mæli Brynjars um þungunar­rof til skammar: „Með ó­líkindum að þetta séu sjónar­miðin“

Þor­björg Gunn­laugs­dóttir, þing­maður Við­reisnar, er allt annað en sátt með um­mæli Brynjars Níels­sonar að­stoðar­mann dóms­mála­ráð­herra um þungunar­rof.

Þor­björg deilir skjá­skoti af um­mælunum á Twitter en þar er að Brynjar að svara um­mælum og segir að það sé enginn á­greiningur um að fólk eigi ráða yfir eigin líka. „En á það skil­yrðis­lausan rétt á að aðrir eyði fóstrinu eða barninu og það á kostnað skatt­greiðanda?“ spyr Brynjar.

„Skila­boð frá pólitískum að­stoðar­manni dóms­mála­ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands eftir dóm Hæsta­réttar USA. Með ó­líkindum að þetta séu sjónar­miðin næst ráð­herra dóms­kerfisins,“ skrifar Þor­björg með færslunni.

Fjöl­margir hafa like-að færsluna og bætt við um­mælum þar á meðal Víkingur Ólafs­son píanó­leikari. „Gerist ekki verra,“ segir Víkingur.

Þá segja margir að um­mæli Brynjars byggjast á van­þekkingu á ný­föllnum dómi Hæsta­réttar Banda­ríkjanna.