Þórarinn segir Dags­brúnar­árin hafa gert sig að kvíða­fullum alka

Þórarinn Þórarins­son, blaða­maður, segir sprungur hafa komið í sjálfs­mynd sína þegar hann var í stéttar­fé­laginu Dags­brún. Það sé sé niður­brjótandi að ná aldrei endum saman og þurfa reglu­lega að hækka yfir­drátta­heimildina á snarsturluðum vöxtum.

„Það er svo langt síðan ég var verka­maður að ég var í Dags­brún þannig að ef ég væri fram­reiknaður væri ég Eflingar­fé­lagi. Samt auð­vitað enn á sam­bæri­legum skíta­launum og ég fékk fyrir að dæla bensíni hjá Essó gamla heitnum þegar ég þurfti reglu­lega að sækja mér kjara­bætur í yfir­dráttar­heimild í Búnaðar­bankann á snarsturluðum vöxtum,“ skrifar Þórarinn í bak­þönkum Frétta­blaðsins um helgina.

„Sprungurnar sem komu í sjálfs­mynd mína á Dags­brúnar­árunum væru líka einnig á sínum stað. Það brýtur mann nefni­lega smátt og smátt niður að ná aldrei endum saman og þurfa að keyra með krónískan 500 kall á tankinum í Endur­vinnsluna með dósir í skottinu til þess að eiga fyrir mat og bleyjum,“ skrifar Þórarinn, og heldur á­fram.

„Líka glatað að þurfa ár eftir ár að skála í seigum og ó­geðs­legum landa að­fara­nótt 1. maí vegna þess að maður hefur ekki efni á vodkanum í ÁTVR. Og ekki rís maður heldur hátt þegar eina ljósið í myrkrinu er að boðað fjár­nám verður árangurs­laust vegna þess að maður á ekkert sem er þess virði að taka af manni.“

Þórarinn segist nú samt sem áður þakk­látur fyrir Dags­brúnar­árin.

„Þótt þau hafi haft mótandi á­hrif á mig sem þung­lyndan alkó­hól­ista og kvíða­sjúk­ling þannig að svo skemmti­lega [sic] vill til að ég er enn að vinna úr þeim með hjálp Sturlungsins sem fyllir þetta pláss aðra hvora viku,“ skrifar Þórarinn.

„Ég er þó alla­vegana nógu lífs­reyndur til þess að vita að ég er í topp­málum á meðan ég hef efni á að sækja mér geð­hjálp án þess að vera svo firrtur að finnast eðli­legt og sjálf­sagt að þau sem halda tann­hjólum til­veru manns gangandi, myrkranna á milli, eigi að gera það fyrir nánast ekki neitt.“

Fleiri fréttir