Þór Saari sorg­mæddur eftir ferð til Þing­valla: „Því­lík skömm og heimska“

19. október 2020
10:16
Fréttir & pistlar

„Skrapp til Þing­valla í gær og varð hrein­lega sorg­mæddur að sjá hvernig búið er að fara með þennan fal­lega og merki­lega stað,“ segir Þór Saari, fyrr­verandi þing­maður, í pistli á Face­book-síðu sinni.

Þór er mjög ó­sáttur með stöðu mála á Þing­völlum eins og glögg­lega má lesa í pistli hans. Bendir hann á að al­gengasta orðið sem hann sá á öllu svæðinu hafi verið enska orðið „pay“.

„Hakið, þar sem áður fyrr var svo fal­legt út­sýni er orðið að gríðar­stóru mal­bikuðu bíla­stæði og stór hluti svæðisins er þakinn stórum byggingum sem hýsa klósett og stöðu­mæla. Það voru fleiri WC merki á Hakinu en upp­lýsinga­skilti. Hryllingurinn sem heitir út­sýnis­pallur er allt of stór og búið er að byggja for­ljóta brú niður í Al­manna­gjá og eyði­leggja merki­legustu og fal­legustu þjóð­leið landsins. Þar og á völlunum fyrir neðan var líka allt út­bíað í skiltum um að bannað væri að ganga á grasinu og svo rukkunar­skiltum á ensku og ís­lensku. Eftir stutta saman­tekt var niður­staðan að al­gengasta orðið sem ég sá á öllu svæðinu var enska orðið „Pay“.“

Þór Saari segir að á­byrgðin liggi hjá stjórn­mála­mönnum þjóðarinnar og þeir megi skammast sín.

„Því­lík skömm og heimska að fara svona með þennan stað sem er lík­lega sá merki­legasti á landinu hvað varðar sögu, menningu og stjórn­mál og þau sem bera á­byrgðina á því að leyfa þessu að gerast, Þing­valla­nefnd (al­þingis­menn), þjóð­garðs­vörðurinn (em­bættis­maður) og svo Al­þingi allt, mega skammast sín út í ystu myrkur.“

Þór lætur nokkuð stór orð falla um ferða­manna­iðnaðinn og segir að staðan á Þing­völlum – og ef­laust víðar – sé drifin á­fram af peninga­legum hags­munum. Ein­hvern veginn hafi honum tekist að komast upp með að ráða ferðinni og leggja allt landið undir starf­semi sína, „án endur­gjalds“ eins og hann segir.

„Sjoppan Þing­vellir“ er sorg­leg stað­reynd og þótt staðurinn heiti form­lega þjóð­garður er það í dag bara yfir­skin til að selja fleiri ferða­mönnum landið. Iss!“

Þór kveðst vona að eftir CO­VID-19 far­aldurinn muni stjórn­völd setja fram á­ætlun um tak­markanir á fjölda ferða­manna í þjóð­görðum og öðrum náttúru­perlum landsins. Þá verði gripið til ein­hvers­konar að­gerða á Þing­völlum.

„Vesa­lings Ís­land að þurfa að búa með þessari stjórn­mála­stétt. Eina myndin sem ég náði af ó­brenglaðri náttúru var 30 kíló­metrum norðan þjóð­garðsins af Skjald­breið. Það form­fagra fjall bjargaði deginum,“ segir Þór en myndirnar sem hann birti má sjá í færslunni hér að neðan.

Þess má að lokum geta að Þór virðist hafa látið til­mæli sótt­varnar­læknis og al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra sem vind um eyru þjóta. Voru í­búar höfuð­borgar­svæðisins hvattir til að halda sig innan svæðisins næstu tvær til þrjár vikurnar hið minnsta.

Skrapp til Þingvalla í gær og varð hreinlega sorgmæddur að sjá hvernig búið er að fara með þennan fallega og merkilega...

Posted by Þór Saari on Sunnudagur, 18. október 2020