Þing­maður Pírata gagn­rýnir vinnu­brögð lög­reglu: „Ó­þolandi að lög­reglan komi fram við sak­lausan ungan dreng sem hún gerði“

„Í miðjum apríl­mánuði síðast­liðnum höfðu lög­regla og sér­sveitin af­skipti af sak­lausum sex­tán ára dreng í tví­gang. Sér­sveitar­menn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið, og lög­reglu­þjónar undu sér upp að drengnum þar sem hann sat í bakaríi með móður sinni í síðara skiptið. Til­efni af­skiptanna var í báðum til­fellum það að lög­reglunni barst á­bending um að þar gæti verið á ferð stroku­fangi sem lög­regla lýsti sem sér­stak­lega hættu­legum af­brota­manni.“

Svona hefst skoðunar­pistill Arn­dísar Önnu Gunnars­dóttur þing­manns Pírata, en pistillinn ber nafnið „Hvað hefði lög­reglan átt að gera?“

Hún heldur á­fram og segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lög­reglan er á­sökuð um kyn­þátta­mörkun.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur vaknar um al­var­lega kyn­þátta­mörkun í að­gerðum lög­reglu, en árið 2019 þurfti ríkið að greiða bætur til svarts manns vegna kyn­þátta­mörkunar eftir á­bendingu frá al­menningi, þar sem hann var rang­lega sakaður um þjónað á gömlum raf­tækjum.

Eftir að fréttirnar bárust boðaði ég strax til fundar alls­herjar- og mennta­mála­nefndar með ríkis­lög­reglu­stjóra, Sig­ríði Björk Guð­jóns­dóttur. Mér fannst afar mikil­vægt að Al­þingi fengi skýringar á vinnu­brögðum lög­reglu og sér­sveitar.“

Hún segir að vinnu­brögð lög­reglunnar séu ó­neitan­legt dæmi um kyn­þátta­mörkun (ra­cial profiling).
„Lög­reglan lýsti eftir stroku­fanganum í færslu á sam­fé­lags­miðlum. Með færslunni fylgdi mynd af manninum, auk nafns hans og lýsingum á hæð hans, þyngd og klæða­burði. Húð­litur stroku­fangans var ekki sér­stak­lega til­greindur í lýsingunni, en myndin sem fylgdi með sá um að hann kæmist skýrt til skila. Færslan hefur verið tekin niður við skrif þessarar greinar.

Á­bendingarnar sem bárust lög­reglunni eru okkur ekki að­gengi­legar, en leiða má líkur að því að þær hafi ekki tekið mið af nokkru öðru en húð­lit og hár­greiðslu drengsins.

Þetta þýðir að það sé nóg að lög­reglan fái á­bendingu um að ungur maður, dökkur á hörund með dredda, hafi sést á al­manna­færi til þess að vopnuð sér­sveit rjúki á staðinn til að hand­taka hann. Við getum nefni­lega gefið okkur með nánast fullri vissu að á­bendingarnar sem lög­reglunni bárust hafi ekki til­greint fleira en húð­lit og/eða hár – ein­mitt vegna þess að ef fleiri ein­kenni hefðu verið til­greind eða ef lög­reglan hefði gengið betur úr skugga um þau hefði hún ekki þurft að veitast að sama sak­lausa drengnum í tví­gang. Þá hefði mátt ætla að aðrir þættir væru teknir inn í myndina við mat á því hvort um réttan mann væri að ræða, svo sem að­stæður á vett­vangi og annað. En ekkert verk­lag er til staðar. Engin við­mið.

Pistilinn í heild sinni má lesa á visir.is

Fleiri fréttir