Þetta hafði Halldór ekki heyrt áður: “Eru kassarnir að fá aukna meðvitund”

19. september 2020
20:19
Fréttir & pistlar

„Eru kassarnir að fá aukna meðvitund?," spyr Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi í færslu á Twitter. Í dag var hann staddur í matvöruverslun þegar hann heyrði eitthvað sem hann hafði ekki heyrt áður:

„Í dag heyrði ég í fyrsta skiptið sjálfsafgreiðslukassa segja „Fjarlægðu vörurnar af pokasvæðinu“ af því ég var greinilega aðeins of lengi að setja í poka. Hann sagði þetta ítrekað þangað til ég hundskaðist bókstaflega til að taka pokann minn."